Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“

Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Segir veginn ekki hafa gefið sig

Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni.

Innlent
Fréttamynd

Um­merki um að vegurinn hafi gefið sig

Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Ræða mögu­lega við rútu­bíl­stjórann í dag

Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma fleirum en Kynnis­ferðum inn í BSÍ

Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundur um athafnaborgina Reykja­vík

Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónustan og vaskurinn

Fyrr í dag buðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) til morgunfundar sem tileinkaður var sérstakri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og virðisaukaskatt.

Skoðun
Fréttamynd

Hátt verð fæli ferða­manninn frá Ís­landi

Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað

Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum.

Viðskipti
Fréttamynd

Náttúru­minja­safn Ís­lands má sinna sýninga­haldi!

Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið skoðun á kvörtun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Perlu norðursins hf. (PN) frá því í janúar í fyrra vegna áforma Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins ásamt Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, um að starfrækja sýningu með ríkisframlagi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Verðmetur Ís­lands­hótel 45 prósentum yfir út­boðs­gengi fyrir minni fjár­festa

Hlutafjárvirði Íslandshótela er metið á ríflega 41 milljarð króna samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu vegna hlutafjárútboðs hótelkeðjunnar, umtalsvert meira sé miðað við útboðsgengið í tilfelli minni fjárfesta. Hlutabréfagreinandi telur að ferðaþjónustufyrirtækið, sem verður hið fyrsta til að fara á markað hér á landi, búi yfir tækifærum til vaxtar og tekjurnar fari að nálgast tuttugu milljarða á næsta ári.

Innherji
Fréttamynd

Viltu koma í ferða­lag?

Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein.

Skoðun
Fréttamynd

Brottfarirnar í apríl nokkuð færri en á síðasta ári

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum apríl samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða fimm þúsund færri brottfarir en mældust í apríl í fyrra (-3,5 prósent). Ríflega þriðjungur brottfara voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðamannastaðir Fær­eyja lokaðir vegna við­halds

Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í.

Erlent
Fréttamynd

Kostn­að­ur vegn­a end­ur­skip­u­lagn­ing­ar hjá Arctic Advent­ur­es lit­ar af­kom­un­a

Talsvert var um einskiptiskostnað hjá Arctic Adventures vegna starfsmannabreytinga og endurskipulagningar á innra starfi félagsins á árinu 2023. Þótt tekjur hafi aukist um 37 prósent dróst hagnaður nokkuð saman af þeim völdum. Fyrirtækið keypti Kerið í Grímsnesi í fyrra en samkvæmt fjárhagsupplýsingum frá Arctic Adventures námu fjárfestingar í fasteignum og landi tæplega tveimur milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Bjóða far­þegum að breyta ferðum vegna mögu­legs verk­falls

Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Innlent